Að tala út lífSýnishorn

Speaking Life

DAY 4 OF 6

Sjálfstal

Háværasta röddin sem við heyrum er okkar eigin rödd. Röddin innra með okkur…sjálfstalið okkar. Svo hljóðlátt, en svo áhrifamikið. Sjálfstal er alvöru. Sjálfstal er eitthvað sem við gerum náttúrulega í gegnum daginn. Það er tegund af taugamálvísindalegri forritun sem við öll höfum. Vegna endurtekins eðli þess, þá hefur það getuna til að forma og móta meðvitund okkar.

Óvinur okkar er eyðingarafl. Hann nýtur þess að koma með lygar úr æskunni og síðan sannfæra okkur um að þessar ranghugmyndir eru sannar. Hið eina sanna um okkur er það sem Guð, skaparinn, sá sem veit, hönnuðurinn, segir um okkur. Getum við aðgreint milli þessara tveggja radda? Ein færir líf og hin færir dauða, yfirleitt hægan íþyngjandi dauða.

Við höfum rætt um að að hugsanir okkar hafi áhrif á orðin okkar. Þá heyrum við okkar eigið "sjálf" tala um okkur "sjálf". Það sem við segjum verður oft raunveruleikinn okkar. Ef við hugsum/segjum að við séum heimsk, sljó eða feit þá erum við líkleg til að hegða okkur í samræmi við það. Hvað ef við værum sammála skapara okkar og kölluðum okkur undursamlega sköpuð? Meistaraverk? Dóttir eða sonur Konungsins? Hvernig myndum við lifa öðruvísi? Þegar við hugsum öðruvísi, þá lifum við öðruvísi. Það að breyta því hvernig við hugsum breytir sjónarhorni okkar sem að breytir því sem þú segir og hvernig þú hegðar þér í heiminum.

Jákvætt sjálfstal: Fólk er að verða meðvitaðra um að jákvætt sjálfstal er öflugt tól til að auka sjálfstraust okkar og hafa hemil á neikvæðum tilfinningum. Það er undraverð aðferð fyrir breytingar. Jákvæð orð eru góð fyrir heilsuna okkar þar sem að þau hjálpa að auka sjálfsöryggi, bæta skap, minnka streitu og bæta heilsu og velferð. Fólk sem nær valdi á jákvæðu sjálfstali eru talin vera með meira sjálfsöryggi, innri hvatningu, og afkastameiri. Guð skapaði okkur fyrir líf og líf í fullri gnægð. Er sjálfstal þitt samstillt áætlun Hans og orðum fyrir þig?

Neikvætt sjálfstal: Við erum einnig að verða meira og meira meðvituð um áhrif okkar innri gagnrýnanda, okkar neikvæða sjálfstals. Neikvætt sjálfstal getur haft áhrif á sjálfsvirðingu þína, viðhorf þitt til lífsins, orkustig þitt, sambönd þín og jafnvel heilsuna þína. Með því að taka eftir neikvæðu sjálfstali, getum við byrjað ferlið að rjúfa þessum eyðandi venjum. Það er kominn tími til að þagga niður í neikvæðu röddini inn í hausnum á okkur og tala út líf og sannleika inn í líf okkar.

Sjálfstal okkar skiptir máli. Fylgstu með. Oftar en ekki, þá er það svo fastmótað í okkur að tala á neikvæðan hátt um sjálfan þig og við þig sjálfa(n) að þú ert algjörlega ómeðvitaður/ómeðvituð um að þú sért að því yfir höfuð. Ég velti fyrir mér ef þú myndir þú taka tímann í að fylgjast með hugsunum þínum næsta sólarhringinn, og hugsa sérstaklega um það hvernig þú talar um sjálfan þig? Skuldibittu þig til að eyða neikvæðu sjálfstali. Samstilltu síðan hugsanir þínar og orð við þann kraft sem er í sannleika Hans.

Hugleiddu:

Á hvaða hátt getur þú samstillt sjálfstal þitt við það sem Guð segir um þig? Ertu vingjarnleg(ur) við sjálfa(n) þig? Þekkirðu og talarðu út hver þú ert í Kristi?

Bæn:

Hjálpaðu mér Drottinn að trúa því að ég er sá sem þú segir að ég sé. Hjálpaðu röddinni Þinni að hljóma hæðst í lífi mínu. Láttu mig tala út hjarta Þitt inn í hjarta mitt.

Dag 3Dag 5

About this Plan

Speaking Life

Orð, orð, orð, kraftmikil orð! Orð sem byggja upp eða orð sem brjóta niður. Orð sem gefa líf eða orð sem koma með dauða. Valið er okkar. Við skulum meta hinn mikla kraft sem að leynist í orðum okkar.

More

Við viljum þakka Roxanne Parks fyrir þessa lestraráætlun. Frekari upplýsingar má finna á: http://www.roxanneparks.com/home.html