Að tala út lífSýnishorn
Hugsaðu um það sem þú hugsar um
Það er lífgefandi máttur í hugsunum okkar. Hugsanir okkar skipta máli. Í Orðskviðunum 23:7 segir, ,,Hann er eins og maður sem telur eftir.” Hugsanir okkar skipta máli því að út frá gnægð hugsana okkar þá flæða orðin okkar. Hugsanirnar og tilhneigingar hjarta okkar móta raunveruleikann um hver við erum. Þær móta hvernig við hugsum sem mótar orð okkar og þar af leiðandi gerðir okkar. Það sem við segjum skiptir máli en það sem við hugsum skiptir enn meira máli. Ritningin segir okkur að hugsa um, jafnvel dvelja við, það sem er lofsvert. Erum við raunverulega að fjárfesta í og forgangsraða þessari hlýðni?
Það hafa verið margar bækur skrifaðar sem að skoða hvernig orð okkar eru einfaldlega miðill sem koma hugsunum okkar og tilfinningum til skila. Það sem þú ,,segir" við sjálfan þig í huga þínum hefur áhrif á það sem þú hugsar. Er ,,rusl inn samasem og rusl út?" Ef svo er, þá ættu hugsanir okkar að vera settar í hæsta forgang, sérstaklega þar sem heilsa og velferð lífs okkar eru aukaafurðir af hugsunum okkar. Óvinur okkar vill að hugur okkar sé fylltur af alls konar rusli og hégómlegum ímyndunum. Hugsum um það sem við hugsum um.
Tauga málvísindaleg forritun (e. Neuro Linguistic Programming) viðurkennir grundvallartengingu milli heilans (tauga) við hugsanir okkar, tungumála (málvísindaleg) eins og orðanna okkar, og innvortis og útvortis hegðun og gerðir (forritun). Þessi hugsunargangur tekur tillit til hagnýttrar beitingar á því að vera meðvituð um hugsanir okkar og hvernig það tengist jákvæðu heilsusamlegu líferni.
Þar sem við finnum það sem við erum að leita að, þá þurfum við virkilega að hugsa um það sem við erum að horfa á. Eins og sagan segir…það voru hrægammur og kólibrífugl að fljúga yfir sömu eyðimörkina. Hrægammurinn var að leita að dauða og niðurbroti til að nærast á. Hrægammurinn fann dauðann og niðurbrotið. Á móti kemur, þá var kólibrífuglinn að leita að lífi í hungangslegi blóms. Kólibrífuglinn fann líf. Þeir fundu báðir það sem þeir voru að leita að. Vertu mjög varkár með það sem þú leitar að, það sem þú hugsar um og það sem þú leyfir að fara í glugga huga þíns. Því að af gnægð hugsanna þinna flæða orðin þín.
2. Korintubréf 10:5 segir okkur að við eigum að ,,brjóta niður hugsmíðar og allt sem hreykir sér gegn þekkingunni á Guði og hertaka hverja hugsun til hlýðni við Krist." Það er mögulegt að lifa lífi þar sem við erum meðvituð um hugsanir okkar og hertökum þær! Guð gaf okkur Heilagan Anda til að valdefla okkur til að gera það. Að hertaka hugsanir okkar þýðir einfaldlega að ná stjórn á því hvað þú hugsar um sjálfa(n) þig og lífið.
Þegar við dveljum við allar blessanir okkar, persónuleika okkar kærleiksríka Guðs og Föður, og alla fegurð Hans sem sést í náttúrunni, þá lifum við út frá þessum róandi sannleika. Hins vegar, hvenær sem við hugsum um það sem við höfum ekki og það sem er brotið er í heiminum okkar, þá getum við þurft að kljást við hugarangur og kvíða. Það er vígvöllur í huga þínum. Líf þitt mun alltaf færast í átt að því sem þú hugsar mest um. Vígbúðu því huga þinn og hugsanir með lífgefandi sannleika!
Hugleiddu:
Taktu tíma til að íhuga hugsanir þínar í gegnum daginn. Eru þær lífgefandi og jákvæðar? Eru þær neikvæðar? Hvað ert þú að taka inn í huga þinn sem mótar hugsanir þínar sérhvern dag?
Bæn:
Drottinn, hjálpaðu mér að vera meðvitaður um hugsanir mínar og hvernig þær leiða til orða minna. Ég vil lífgefandi hugsanir sem leiða tunguna mína til að mæla lífgefandi orð. Ég þarfnast þess að sannleiks orð þitt dvelji í hugsunum mínum. Hjálpaðu mér að hertaka sérhverja hugsun sem ekki er í samræmi við sannleika Þinn.
About this Plan
Orð, orð, orð, kraftmikil orð! Orð sem byggja upp eða orð sem brjóta niður. Orð sem gefa líf eða orð sem koma með dauða. Valið er okkar. Við skulum meta hinn mikla kraft sem að leynist í orðum okkar.
More