Að finna leiðina aftur til GuðsSýnishorn

Finding Your Way Back To God

DAY 2 OF 5

Ég vildi óska þess að ég gæti byrjað upp á nýtt

Næsta skrefið í ferlinu okkar aftur til Guðs köllum við ,,eftirsjáin vaknar". Þú vaknar einn morgun og áttar þig á því að þrátt fyrir góðar fyrirætlanir hefur þér tekist að klúðra hlutunum. Eftirsjá og vonbrigði hellast yfir þig. Núna, þegar þú sérð hlutina í öðru ljósi, þá óskar þú þess að þú ættir annað tækifæri. En þú ert ekki viss um hvort það sé í boði.

Eftir því sem þú hugsar málið betur, afhverju ættir þú þá að fá annað tækifæri?

En haltu áfram að lesa.

Innra með okkur öllum býr sannfæring um að við komum frá stað sem er fullur af góðmennsku og kærleika og við vorum sköpuð til þess að fá enn meira af því. Þegar við náum síðan botninum í lífinu og áttum okkur á því hvernig við höfum klúðrað hlutunum og hvernig lífið sjálft hefur gert okkur erfitt fyrir, þá eru fyrstu viðbrögð okkar að segja, “Ég vildi að ég gæti byrjað upp á nýtt.”

Það dásamlega er að þú getur byrjað upp á nýtt. Innsæið þitt um uppruna okkar allra í góðmennnsku og kærleika er rétt. Guð leyfir þér að byrja upp á nýtt.

Þegar við finnum okkur tilbúin að byrja upp á nýtt, þá viljum fara aftur á þann stað sem við vorum á áður en hlutirnir fóru að fara á verri veg. En Guð hefur aðrar áætlanir. Hann vill ekki hjálpa okkur að komast aftur á betri stað sem við höfðum ímyndað okkur að lífið gæti tekið stakkaskiptum til góðs. Hann vill að við upplifum annars konar líf. Það er ekki bara framtíð þín sem breytist þegar þú finnur leiðina aftur til Guðs heldur fortíð þín og nútíð einnig.

Ertu tilbúin(n) að hætta að lifa lífi þínu með byrði úr fortíðinni á bakinu, í tilgangsleysi og með enga trú á framtíðinni? Leið þín frá lífi af eftirsjá í átt að nýju lífi með Guði býður einnig upp á líf sem er dýpra og gefur þér meiri lífsfyllingu, líf sem býður þér upp á það að byrja upp á nýtt í dag og lifa lífi þínu eins og Guð vill að þú lifir því. . . að eilífu.

Hvernig gæti það litið út ef þú færir að trúa því að Guð leyfi þér að byrja upp á nýtt í dag? Hvernig myndu hugsanir þínar og draumar varðandi framtíðina breytast

Ritningin

Dag 1Dag 3

About this Plan

Finding Your Way Back To God

Ertu að leita leiða til að fá meira út úr lífinu? Að vilja meira er í raun löngun til að nálgast Guð á ný, hvernig svo sem samband þitt við Guð kann að vera núna. Við upplifum öll ákveðna áfanga eða tímamót þegar við finnum leiðina aftur til Guðs. Leggðu af stað í þessa ferð með því að fara í gegnum einn og sérhvern þessara áfanga og minnkaðu hægt og bítandi bilið á milli þess staðar sem þú ert staddur á núna og þess staðar sem þú vilt komast á. Við viljum öll finna Guð, en hann vill ekki síður að við finnum hann.

More

Við viljum þakka Dave Ferguson, Jon Ferguson og WaterBrook frá Multnomah útgefandanum fyrir að útbúa þessa lestraráætlun. Frekari upplýsingar má finna á http://yourwayback.org/