Að finna leiðina aftur til GuðsSýnishorn
Það hlýtur að vera eitthvað meira til
Færðu einhverntíman á tilfinninguna að þú sért að eltast eftir einhverju í lífinu sem aldrei mun ná að fullnægja löngunum þínum? Taktu eftir þessari tilfinningu. Þessi tilfinning kemur frá Guði.
Við erum ekki bara að tala um fíknivandamál, jafnvel þótt að áfengi og önnur lyf sem valda fíkn séu ein birtingarmynd þess að eltast við eitthvað sem engu máli skiptir. En öll höfum við þekkt mikið af góðu “trúuðu fólki” sem mætir í kirkju í hverri viku —eða fólk sem talar frá ræðupúltinu til þeirra einstaklinga—sem finnast þeir vera langt frá Guði. Þessir einstaklingar hafa “náð árangri” eða “eru með allt sitt á hreinu” eða eru “réttlátir” út á við, en þá vantar Guð inn í líf sitt þegar allt kemur til alls. Þau halda sér uppteknum með trúrækni sinni, með vinnunni og fjölskyldunni en það er ekki nóg. Löngun þeirra er að Guð sé þeim raunverulegur.
Þessi löngun er fyrsta skrefið í andlegri vakningu okkar allra þegar við finnum aftur leiðina til Guðs: “Það hlýtur að vera eitthvað meira til.”
Þegar þú þráir kærleika sem er bæði djúpur og fullnægjandi, þegar þig langar að gefa af tíma þínum og orku í eitthvað sem skiptir máli og hefur áhrif, eða þegar þú leitar eftir svörum við erfiðustu spurningum lífins, þá ertu að leita eftir Guði. Þú hefur í raun bara tvo valmöguleika: þú getur haldið áfram að reyna að uppfylla þessa þrá á eigin vegum eða þú getur leitað til hans sem setti þessi þrá í hjartað þitt.
Þessi þrá okkar eftir kærleika tengist sköpun mannkyns frá upphafi. Guð vildi að við upplifðum kærleika hans bæði beint frá honum og í gegnum aðra sem við umgöngumst á heilbrigðan hátt. Það sem við þráum, er ekki einungis það sem Guð hefur heldur þráum við Guð sjálfan. Hann er kærleikur og hann leitar okkar af kærleika.
Við höfum heyrt það sagt áður að sérhver maður sem bankar á hurðina á vændishúsi er í raun að leita að Guði. Ef hegðun þín eða sambönd við aðra hafa leitt þig á braut eyðileggingar þá ert þú mögulega á mikilvægum stað á leið þinni aftur til Guðs. En hvers vegna? Vegna þess að vonbrigðin þín gagnvart ódýru staðgenglunum sem þú hefur verið að sækjast eftir, kynda undir þrá þína að finna raunverulegan kærleika. Viltu þú leyfa sjálfum þér að opna hjarta þitt og leyfa Guði að uppfylla þrá að elska og að verða elskaður?
Hvað segir dagskrá þín þessa vikuna um hvað það sem þú telur að muni uppfylla þínar þrár?
Ritningin
About this Plan
Ertu að leita leiða til að fá meira út úr lífinu? Að vilja meira er í raun löngun til að nálgast Guð á ný, hvernig svo sem samband þitt við Guð kann að vera núna. Við upplifum öll ákveðna áfanga eða tímamót þegar við finnum leiðina aftur til Guðs. Leggðu af stað í þessa ferð með því að fara í gegnum einn og sérhvern þessara áfanga og minnkaðu hægt og bítandi bilið á milli þess staðar sem þú ert staddur á núna og þess staðar sem þú vilt komast á. Við viljum öll finna Guð, en hann vill ekki síður að við finnum hann.
More