SlúðurSýnishorn

Gossip

DAY 1 OF 14

Þjóð veit þá þrír vita! Sá sem gætir munns síns og tungu forðar sjálfum sér frá nauðum! Það eru svo margar setningar sem lýsa þeirri hættu að hafa ekki stjórn á tungu þinni og þeim hlutum sem þú segir. Slúður er engin undantekning. Slúður er einn af þeim þáttum sem er svo auðvelt að réttlæta sérstaklega ef einhver hefur sært þig. Hér eru tvær grundvallarreglur um slúður: Þeir sem slúðra í þinni viðurvist munu einnig slúðra um þig þegar þú ert fjarverandi. Og ef þú ert ekki hluti af lausninni ættir þú ekki að tjá þig um vandamálið. Hefur Guð áhyggjur af því hvort við slúðrum eða ekki? Skiptir það Guð máli hvað við segjum? Skoðaðu orð Guðs til að læra hvernig þú átt að nota orðin þín!
Dag 2

About this Plan

Gossip

Þau orð sem við notum geta haft ótrúlegan kraft, bæði uppbyggjandi og niðurrífandi. Slúður er sérstaklega niðurrífandi. Hvaða hlutverki gegna orðin í þínu lífi? Að byggja upp eða rífa niður? Þessi sjö daga lestraráætlun getur hjálpað okkur að skilja að Guð tekur alvarlega það sem kemur úr munni okkar. Hlustum á það sem hann hefur að segja. Frekara lesefni má finna á finds.life.church

More

Þessi áætlun var búin til af Life.Church