1
Jóhannesarguðspjall 13:34-35
Biblían (2007)
Nýtt boðorð gef ég yður, að þér elskið hvert annað. Eins og ég hef elskað yður skuluð þér einnig elska hvert annað. Á því munu allir þekkja að þér eruð mínir lærisveinar ef þér berið elsku hver til annars.“
Bera saman
Explore Jóhannesarguðspjall 13:34-35
2
Jóhannesarguðspjall 13:14-15
Fyrst ég, sem er herra og meistari, hef nú þvegið yður um fæturna, þá ber yður einnig að þvo hver annars fætur. Ég hef gefið yður eftirdæmi að þér breytið eins og ég breytti við yður.
Explore Jóhannesarguðspjall 13:14-15
3
Jóhannesarguðspjall 13:7
Jesús svaraði: „Nú skilur þú ekki hvað ég er að gera en seinna muntu skilja það.“
Explore Jóhannesarguðspjall 13:7
4
Jóhannesarguðspjall 13:16
Sannlega, sannlega segi ég yður: Þjónn er ekki meiri en herra hans né sendiboði meiri þeim er sendi hann.
Explore Jóhannesarguðspjall 13:16
5
Jóhannesarguðspjall 13:17
Þér vitið þetta og þér eruð sælir ef þér breytið eftir því.
Explore Jóhannesarguðspjall 13:17
6
Jóhannesarguðspjall 13:4-5
Hann stóð upp frá máltíðinni, lagði af sér yfirhöfnina, tók líndúk og batt um sig. Síðan hellti hann vatni í mundlaug og tók að þvo fætur lærisveinanna og þerra með líndúknum sem hann hafði um sig.
Explore Jóhannesarguðspjall 13:4-5
Heim
Biblía
Áætlanir
Myndbönd