Sakaría 10
10
Heimförin
1Biðjið Drottin um regn
þegar regntíð seinkar,
Drottin, sem eldingarnar sendir, um regn og skúrir.
Hann gefur mönnum
brauð og gróður jarðar.
2Orð húsguðanna voru ómerk
og spásagnamennirnir sáu tálsýnir.
Svör draumanna voru blekking
og huggun þeirra hégómi.
Vegna þess hafa þeir villst af leið eins og hjörð
og eru í nauðum því að enginn er hirðirinn.
3Hirðunum er ég bálreiður
og forystuhöfrunum mun ég refsa.
Drottinn allsherjar
ber umhyggju fyrir hjörð sinni, ætt Júda,
og hefur gert hana að tignargæðingi sínum í stríðinu.
4Frá henni kemur hornsteinninn, frá henni tjaldhællinn,
frá henni stríðsboginn,
frá henni koma allir leiðtogarnir saman.
5Í stríðinu verða þeir áþekkir þeim hetjum
sem ösla for á strætum.
Þeir berjast vasklega því að Drottinn er með þeim
og gera þeim minnkun sem hestunum ríða.
6Ég efli ætt Júda
og bjarga ætt Jósefs.
Ég leiði þá aftur heim
því að þeir eiga samúð mína.
Þeir skulu vera eins og ég hafi aldrei hafnað þeim.
Ég er Drottinn
og ég bænheyri þá.
7Efraímsmenn verða sem hetjur
og hjarta þeirra gleðst eins og af víni.
Það munu börn þeirra sjá og kætast,
hjarta þeirra mun fagna í Drottni.
8Ég blístra til þeirra og safna þeim saman
því að ég veiti þeim lausn, og þeir munu verða jafnfjölmennir
og þeir voru forðum.
9Ég dreifi þeim meðal þjóðanna
en á fjarlægum slóðum munu þeir minnast mín,
halda lífi og snúa aftur ásamt börnum sínum.
10Ég færi þá heim aftur frá Egyptalandi
og safna þeim saman frá Assýríu.
Ég leiði þá inn í Gíleað og Líbanon
og landið mun ekki rúma þá.
11En þrengingar munu fara yfir hafið
og ýfa öldurnar.
Allir álar Nílarfljóts munu þorna.
Beygður verður hroki Assýríu
og Egyptaland svipt veldissprota sínum.
12Ég geri þá styrka í Drottni
og í hans nafni munu þeir ganga,
segir Drottinn.
Currently Selected:
Sakaría 10: BIBLIAN07
Highlight
Share
Copy
Want to have your highlights saved across all your devices? Sign up or sign in
Icelandic DC Bible © Icelandic Bible Society, 2007