Sálmarnir 68
68
1Til söngstjórans. Davíðssálmur. Ljóð.
2Guð rís upp, óvinir hans tvístrast,
þeir sem hata hann flýja fyrir augliti hans.
3Þeir munu feykjast burt
líkt og reykur feykist burt,
eins og vax bráðnar í eldi
þannig tortímast óguðlegir fyrir augliti Guðs.
4En réttlátir gleðjast, fagna fyrir augliti Guðs
og fyllast gleði.
5Syngið fyrir Guði, vegsamið nafn hans,
hyllið hann sem þeysir yfir auðnina,
Drottinn er nafn hans, fagnið fyrir augliti hans.
6Guð í sínum heilaga bústað
er faðir munaðarlausra og verndari ekkna.
7Guð býr hinum einmana heimili,
leiðir hina fjötruðu til farsældar
en uppreisnarseggir skulu búa í hrjóstrugu landi.
8Þegar þú fórst út á undan lýð þínum, Guð,
skundaðir yfir öræfin, (Sela)
9þá nötraði jörðin, regn draup af himni
frammi fyrir Guði, Drottni Sínaí,
frammi fyrir Guði, Ísraels Guði.
10Þú lést rigna ríkulega á arfleifð þína, ó Guð,
og lífgaðir örmagna landið,
11þar settist hjörð þín að, ó Guð,
þú annaðist hina þurfandi af gæsku þinni.
12Drottinn lætur boðskap út ganga,
heill her kvenna flytur sigurfréttina:
13„Konungar hersveitanna flýja, þeir flýja,
en hún, sem heima situr, skiptir herfangi.
14Hvort viljið þér liggja milli fjár í réttunum?
Vængir dúfunnar eru lagðir silfri
og fjaðrir hennar glóandi gulli.“
15Þegar Hinn almáttki tvístraði konungunum
snjóaði á Salmon.#68.15 Salmon (nafn á fjalli) og Basan (háslétta norðaustur af Jórdan) tengjast fornum hugmyndum um hið heilaga fjall í norðri.
16Fjall Guðs er Basansfjall,
tindótt fjall er Basansfjall.
17Hví lítið þér, tindar, öfundarauga
fjallið er Guð hefur kjörið sér til bústaðar,
þar sem Drottinn mun ætíð búa?
18Vagnar Guðs eru tvisvar tíu þúsundir,
þúsundir á þúsundir ofan,
Drottinn kom frá Sínaí til helgidómsins.
19Þú steigst upp til hæða,
hafðir á burt bandingja,
tókst við gjöfum frá mönnum,
jafnvel uppreisnarmönnum.
Drottinn Guð mun búa þar.
20Lofaður sé Drottinn er ber byrðar vorar dag eftir dag,
Guð er hjálpráð vort. (Sela)
21Guð er oss hjálpræðisguð
og alvaldur Drottinn bjargar frá dauðanum.
22Guð sundurmolar höfuð óvina sinna,
hvirfil þess er lifir í sekt.
23Drottinn segir: „Ég sæki þá frá Basan,
flyt þá frá djúpi hafsins
24svo að þú megir baða fót þinn í blóði
og tungur hunda þinna fái sinn hlut af óvinunum.“
25Menn horfa á inngöngu þína, ó Guð,
inngöngu Guðs míns og konungs í helgidóminn.
26Söngvarar eru í fararbroddi,
þá strengleikarar
ásamt yngismeyjum er berja bumbur.
27Safnist saman og lofið Guð,
Drottin, sem er uppspretta Ísraels.
28Þar er Benjamín yngstur
en ríkir yfir þeim,
höfðingjar Júda í hóp,
höfðingjar Sebúlons, höfðingjar Naftalí.
29Neyt þú afls þíns, Guð,
beit þeim krafti sem þú birtir oss
30frá musteri þínu í Jerúsalem.
Konungar munu færa þér gjafir.
31Ógna þú dýrinu í sefinu,
uxaflokkunum
ásamt bolakálfum þjóðanna.#68.31 Dýrið í sefinu (tákn Egyptalands) og uxaflokkarnir merkja þá ógn sem Guðs lýð stendur af fjandsamlegum öflum.
Traðka niður þá sem girnast silfur.
Tvístra þú þjóðum er unna ófriði.
32Menn munu koma með eirgripi frá Egyptalandi,
Kús#68.32 Kús er hið forna heiti á Eþíópíu sem nefnd var Bláland í fyrri þýðingum. mun lyfta höndum sínum til Drottins.
33Syngið Guði, ríki jarðar,
syngið Drottni lof, (Sela)
34honum sem ríður um himininn,
himininn ævaforna,
og lætur raust sína hljóma,#68.34 Eða: lætur rödd sína þruma.
sína voldugu raust.
35Lofið veldi Guðs,
yfir Ísrael er hátign hans
og máttur hans í skýjunum.
36Óttalegur er Guð í helgidómi sínum,
Ísraels Guð veitir lýð sínum mátt og megin.
Lofaður sé Guð.
Currently Selected:
Sálmarnir 68: BIBLIAN07
Highlight
Share
Copy
Want to have your highlights saved across all your devices? Sign up or sign in
Icelandic DC Bible © Icelandic Bible Society, 2007