Sálmarnir 120
120
1Helgigönguljóð.#120.1 120.–134. sálmur eru safn sálma sem eru sungnir við pílagrímsgöngu „upp til“ Jerúsalem á stórhátíðum.
Ég ákalla Drottin í nauðum mínum
og hann bænheyrir mig.
2Drottinn, bjarga mér frá ljúgandi vörum
og tælandi tungum.
3Hvernig mun hann hegna þér,
hvað láta koma yfir þig,
svikula tunga?
4Hvesstar örvar hermanns
ásamt glóandi kolum.
5Vei mér því að ég dvelst í Mesek,
verð að búa hjá tjaldbúðum Kedars.#120.5 Dvöl hjá Mesek og Kedar er líking um dvöl hins trúaða meðal heiðinna andstæðinga. (Mesek er nafn ættbálks sunnan Kaspíhafs og Kedar nafn ættbálks í auðninni austan Dauðahafs.)
6Of lengi hef ég búið
hjá þeim er friðinn hata.
7Þegar ég tala um frið
vilja þeir ófrið.
Currently Selected:
Sálmarnir 120: BIBLIAN07
Highlight
Share
Copy
Want to have your highlights saved across all your devices? Sign up or sign in
Icelandic DC Bible © Icelandic Bible Society, 2007