YouVersion Logo
Search Icon

Sálmarnir 116

116
1Ég elska Drottin
af því að hann heyrir grátbeiðni mína.
2Hann hneigði eyra sitt að mér
þegar ég ákallaði hann.
3Snörur dauðans umkringdu mig,
angist heljar kom yfir mig,
ég mætti nauðum og harmi.
4Þá ákallaði ég nafn Drottins:
„Drottinn, bjarga lífi mínu.“
5Náðugur er Drottinn og réttlátur
og Guð vor er miskunnsamur.
6Drottinn verndar sakleysingja,
ég var í nauðum og hann bjargaði mér.
7Vertu aftur róleg, sála mín,
því að Drottinn gerir vel til þín.
8Þú bjargaðir lífi mínu frá dauða,
auga mínu frá tárum,
fæti mínum frá hrösun.
9Ég geng frammi fyrir Drottni
á landi lifenda.
10Ég treysti honum, því sagði ég:
„Ég er mjög beygður.“
11Ég sagði í angist minni:
„Allir menn ljúga.“
12Hvað á ég að gjalda Drottni
fyrir allar velgjörðir hans við mig?
13Ég lyfti bikar hjálpræðisins
og ákalla nafn Drottins.
14Ég greiði Drottni heit mín
og það í augsýn alls lýðs hans.
15Dýr er í augum Drottins
dauði dýrkenda hans.
16Drottinn, víst er ég þjónn þinn,
ég er þjónn þinn, sonur ambáttar þinnar,
þú leystir fjötra mína.
17Ég færi þér þakkarfórn,
ákalla nafn Drottins.
18Ég greiði Drottni heit mín
og það í augsýn alls lýðs hans,
19í forgörðum húss Drottins,
í þér, Jerúsalem,
Hallelúja.

Currently Selected:

Sálmarnir 116: BIBLIAN07

Highlight

Share

Copy

None

Want to have your highlights saved across all your devices? Sign up or sign in