YouVersion Logo
Search Icon

Sálmarnir 113

113
1Hallelúja.#113.1 113.−118. sálmur eru nefndir Hallelsálmar. Þá syngja Gyðingar á stórhátíðum, m.a. við páskamáltíð. „Þegar þeir höfðu sungið lofsönginn [þ.e. Hallelsálmana] fóru þeir til Olíufjallsins.“ (Matt 26.30)
Lofið Drottin, þér þjónar hans,
lofið nafn Drottins.
2Nafn Drottins sé blessað
héðan í frá og að eilífu.
3Frá sólarupprás til sólarlags
sé nafn Drottins vegsamað.
4Drottinn er hafinn yfir allar þjóðir,
dýrð hans er himnum hærri.
5Hver er sem Drottinn, Guð vor?
Hann situr hátt
6og horfir djúpt.
Hver er sem hann á himni og á jörðu?
7Hann reisir lítilmagnann úr duftinu,
lyftir snauðum úr svaðinu
8og leiðir hann til sætis hjá tignarmönnum,
hjá höfðingjum þjóðar sinnar.
9Hann fær óbyrjunni heimili
sem glaðri barnamóður.
Hallelúja.

Currently Selected:

Sálmarnir 113: BIBLIAN07

Highlight

Share

Copy

None

Want to have your highlights saved across all your devices? Sign up or sign in

Video for Sálmarnir 113