YouVersion Logo
Search Icon

Fyrra Þessaloníkubréf 3

3
1Þar kom að ég þoldi ekki lengur við og réð þá af að verða einn eftir í Aþenu 2en sendi Tímóteus, bróður minn. Hann var samverkamaður Guðs við að boða fagnaðarerindið um Krist og átti að styrkja ykkur og uppörva ykkur í trúnni 3svo að enginn léti bifast í þessum þrengingum. Þið vitið sjálf að þeirra er að vænta. 4Þegar ég var hjá ykkur þá sagði ég ykkur fyrir að ég mundi verða að þola þrengingar. Það er líka komið fram eins og þið vitið. 5Því þoldi ég ekki lengur við og sendi Tímóteus til að fá að vita um trú ykkar, hvort freistarinn kynni að hafa freistað ykkar og erfiði mitt orðið til einskis.
6En nú er Tímóteus aftur kominn til mín frá ykkur og hefur borið mér gleðifregn um trú ykkar og kærleika. Hann segir að þið minnist mín ávallt með hlýjum hug og ykkur langi til að sjá mig, eins og mig líka til að sjá ykkur. 7Sökum þessa hef ég, systkin,#3.7 Orðrétt: bræður. hlotið huggun í neyð minni og þrengingu vegna trúar ykkar. 8Nú lifi ég fyrst þið standið stöðug í trúnni á Drottin. 9Hvernig get ég nógsamlega þakkað Guði fyrir alla þá gleði er hann lét ykkur veita mér? 10Ég bið nótt og dag, heitt og af hjarta, að fá að sjá ykkur og bæta úr því sem áfátt er trú ykkar.
11Sjálfur Guð og faðir vor og Drottinn vor Jesús greiði veg minn til ykkar. 12En Drottinn efli ykkur og auðgi að kærleika hvert til annars og til allra eins og ég ber kærleika til ykkar. 13Þannig styrkir hann hjörtu ykkar svo að þið verðið óaðfinnanleg og heilög í augum Guðs, föður vors, þegar Drottinn vor Jesús kemur ásamt öllum sínum heilögu.

Highlight

Share

Copy

None

Want to have your highlights saved across all your devices? Sign up or sign in

Video for Fyrra Þessaloníkubréf 3