Fyrra Þessaloníkubréf 1
1
Kveðja og þakkir
1Páll, Silvanus og Tímóteus heilsa söfnuði Þessaloníkumanna sem er í Guði föður og Drottni Jesú Kristi. Náð sé með yður og friður.
2Ég þakka ávallt Guði fyrir ykkur öll er ég minnist ykkar í bænum mínum. 3Ég minnist stöðugt fyrir augliti Guðs vors og föður hve mikið þið starfið í trúnni, stríðið í kærleikanum og eruð staðföst í voninni á Drottin vorn Jesú Krist. 4Guð elskar ykkur, systkin.#1.4 Orðrétt: bræður. Ég veit að hann hefur útvalið ykkur. 5Fagnaðarerindi mitt kom ekki til ykkar í orðum einum heldur í krafti og heilögum anda með fyllstu sannfæringu. Eins vitið þið hverju ég kom til vegar ykkar vegna. 6Þið hafið gerst eftirbreytendur mínir og Drottins. 7Þrátt fyrir mikla þrengingu tókuð þið á móti orðinu með fögnuði sem heilagur andi gefur. Þannig eruð þið orðin fyrirmynd öllum trúuðum í Makedóníu og í Akkeu. 8Frá ykkur hefur orð Drottins hljómað, ekki einungis í Makedóníu og Akkeu, heldur er trú ykkar á Guð kunn orðin alls staðar. Um það þarf ég ekki að fjölyrða. 9Allir segja frá því á hvern hátt ég kom til ykkar og hvernig þið sneruð ykkur til Guðs frá skurðgoðunum til þess að þjóna lifandi og sönnum Guði, 10og hvernig þið væntið nú sonar hans, frá himnum, Jesú, sem Guð vakti upp frá dauðum og mun frelsa okkur frá hinni komandi reiði.
Currently Selected:
Fyrra Þessaloníkubréf 1: BIBLIAN07
Highlight
Share
Copy
Want to have your highlights saved across all your devices? Sign up or sign in
Icelandic DC Bible © Icelandic Bible Society, 2007