1
Jesaja 11:2-3
Biblían (2007)
Andi Drottins mun hvíla yfir honum: andi speki og skilnings, andi visku og máttar, andi þekkingar og guðsótta. Guðsóttinn verður styrkur hans. Hann mun ekki dæma eftir því sem augu hans sjá og ekki skera úr málum eftir því sem eyru hans heyra.
Compare
Explore Jesaja 11:2-3
2
Jesaja 11:1
Af stofni Ísaí mun kvistur fram spretta og sproti vaxa af rótum hans.
Explore Jesaja 11:1
3
Jesaja 11:4
Með réttvísi mun hann dæma hina vanmáttugu og skera með réttlæti úr málum hinna fátæku í landinu. Hann mun ljósta ofbeldismanninn með sprota munns síns, deyða hinn guðlausa með anda vara sinna.
Explore Jesaja 11:4
4
Jesaja 11:5
Réttlæti verður belti um lendar hans, trúfesti lindinn um mjaðmir hans.
Explore Jesaja 11:5
5
Jesaja 11:9
Enginn mun gera illt, enginn valda skaða á mínu heilaga fjalli því að allt landið verður fullt af þekkingu á Drottni eins og vatn hylur sjávardjúpið.
Explore Jesaja 11:9
6
Jesaja 11:6
Þá mun úlfurinn búa hjá lambinu og pardusdýrið liggja hjá kiðlingnum. Kálfur, ljón og alifé munu ganga saman og smásveinn gæta þeirra.
Explore Jesaja 11:6
7
Jesaja 11:10
Á þeim degi mun rótarkvistur Ísaí standa sem gunnfáni fyrir þjóðirnar og lýðir munu safnast að honum og bústaður Drottins verður dýrlegur.
Explore Jesaja 11:10
Home
Bible
Plans
Videos