Farið upp í fjöllin, sækið við og reisið húsið, þá mun ég hafa velþóknun á því og gera mig vegsamlegan, segir Drottinn.
Þið hafið vænst mikils en ykkur áskotnast lítið og ég hef blásið burt því sem þið fluttuð heim. Og hvers vegna? − segir Drottinn allsherjar. Vegna húss míns sem liggur í rústum meðan sérhver ykkar er á þönum við eigið hús.