Drottinn svaraði mér og sagði:
Skrá þú þessa vitrun.
Skrá hana á töflur svo skýrt
að hana megi lesa á hlaupum
því að spáð er fyrir um ákveðinn tíma,
traustur vitnisburður gefinn um ókomna tíð.
Þótt töf verði á skaltu bíða engu að síður
því að þetta rætist vissulega og án tafar.