1
Kólossubréfið 3:13
Biblían (2007)
Umberið hvert annað og fyrirgefið hvert öðru ef einhver hefur sök á hendur öðrum. Eins og Drottinn hefur fyrirgefið ykkur, svo skuluð þið og gera.
Compare
Explore Kólossubréfið 3:13
2
Kólossubréfið 3:2
Hugsið um það sem er hið efra en ekki um það sem á jörðinni er.
Explore Kólossubréfið 3:2
3
Kólossubréfið 3:23
Hvað sem þið gerið, þá gerið það af heilum huga eins og Drottinn ætti í hlut en ekki menn.
Explore Kólossubréfið 3:23
4
Kólossubréfið 3:12
Íklæðist því eins og Guðs útvalin, heilög og elskuð börn hjartagróinni meðaumkun, góðvild, auðmýkt, hógværð og langlyndi.
Explore Kólossubréfið 3:12
5
Kólossubréfið 3:16-17
Látið orð Krists búa með ykkur í allri sinni auðlegð og speki. Fræðið og áminnið hvert annað og syngið Guði sætlega lof í hjörtum ykkar með sálmum, lofsöngvum og andlegum ljóðum. Hvað sem þið segið eða gerið, gerið það allt í nafni Drottins Jesú og þakkið Guði föður með hjálp hans.
Explore Kólossubréfið 3:16-17
6
Kólossubréfið 3:14
En íklæðist yfir allt þetta elskunni sem bindur allt saman og fullkomnar allt.
Explore Kólossubréfið 3:14
7
Kólossubréfið 3:1
Fyrst þið því eruð uppvakin með Kristi, þá keppist eftir því sem er hið efra þar sem Kristur situr við hægri hönd Guðs.
Explore Kólossubréfið 3:1
8
Kólossubréfið 3:15
Látið frið Krists ríkja í hjörtum ykkar því að Guð kallaði ykkur til að lifa saman í friði sem limi í einum líkama. Verið þakklát.
Explore Kólossubréfið 3:15
9
Kólossubréfið 3:5
Deyðið því hið jarðbundna í fari ykkar: hórdóm, saurlifnað, losta, vonda fýsn og ágirnd sem ekki er annað en skurðgoðadýrkun.
Explore Kólossubréfið 3:5
10
Kólossubréfið 3:3
Því að þið eruð dáin og líf ykkar er fólgið með Kristi í Guði.
Explore Kólossubréfið 3:3
11
Kólossubréfið 3:8
En nú skuluð þið segja skilið við allt þetta: reiði, bræði, vonsku, lastmæli, svívirðilegt orðbragð.
Explore Kólossubréfið 3:8
12
Kólossubréfið 3:9-10
Ljúgið ekki hvert að öðru því þið hafið afklæðst hinum gamla manni með gjörðum hans og íklæðst hinum nýja sem Guð er að skapa að nýju í sinni mynd til þess að þið fáið gjörþekkt hann.
Explore Kólossubréfið 3:9-10
13
Kólossubréfið 3:19
Karlar, elskið eiginkonur ykkar og verið ekki beiskir við þær.
Explore Kólossubréfið 3:19
14
Kólossubréfið 3:20
Börn, verið hlýðin foreldrum ykkar í öllu því að það er Drottni þóknanlegt.
Explore Kólossubréfið 3:20
15
Kólossubréfið 3:18
Konur, verið undirgefnar eiginmönnum ykkar eins og sómir þeim er Drottni heyra til.
Explore Kólossubréfið 3:18
Home
Bible
Plans
Videos