1
Kólossubréfið 2:6-7
Biblían (2007)
Þið hafið tekið á móti Kristi, Drottni Jesú. Lifið því í honum. Verið rótfest í honum og byggð á honum, staðföst í trúnni, eins og ykkur hefur verið kennt, og auðug að þakklátsemi.
Compare
Explore Kólossubréfið 2:6-7
2
Kólossubréfið 2:8
Gætið þess að láta engan hertaka ykkur með marklausu, villandi spekitali sem byggist á mannasetningum og er komið frá heimsvættunum en ekki frá Kristi.
Explore Kólossubréfið 2:8
3
Kólossubréfið 2:13-14
Þið voruð dauð sökum afbrota ykkar og umskurnarleysis. En Guð lífgaði ykkur ásamt honum þegar hann fyrirgaf okkur öll afbrotin. Hann afmáði skuldabréfið sem þjakaði okkur með ákvæðum sínum. Hann tók það burt með því að negla það á krossinn.
Explore Kólossubréfið 2:13-14
4
Kólossubréfið 2:9-10
Í manninum Jesú býr öll fylling guðdómsins og þið hafið öðlast hlutdeild í fullkomnun hans sem er höfuð hvers kyns tignar og valds.
Explore Kólossubréfið 2:9-10
5
Kólossubréfið 2:16-17
Enginn skyldi því dæma ykkur fyrir mat eða drykk eða það sem snertir hátíðir, tunglkomur eða hvíldardaga. Slíkt er aðeins skuggi þess sem koma átti. Veruleikinn er Kristur.
Explore Kólossubréfið 2:16-17
Home
Bible
Plans
Videos