1
Síðara Pétursbréf 1:3-4
Biblían (2007)
Með guðlegum mætti sínum hefur Jesús Kristur gefið okkur allt sem þarf til lífs í guðrækilegri breytni, með þekkingunni á honum sem hefur kallað okkur með dýrð sinni og dáð. Með því hefur hann veitt okkur dýrmæt og háleit fyrirheit sem fela í sér að þið komist undan spillingunni í heiminum sem girndin veldur og verðið hluttakendur í guðlegu eðli.
Compare
Explore Síðara Pétursbréf 1:3-4
2
Síðara Pétursbréf 1:5-7
Leggið þess vegna alla stund á að sýna í trú ykkar dygð og í dygðinni þekkingu, í þekkingunni sjálfsaga, í sjálfsaganum þolgæði, í þolgæðinu guðrækni, í guðrækninni bróðurelsku og í bróðurelskunni kærleika.
Explore Síðara Pétursbréf 1:5-7
3
Síðara Pétursbréf 1:8
Ef þið hafið þetta til að bera og vaxið í því verðið þið hvorki iðjulaus né mun þekking ykkar á Drottni vorum Jesú Kristi reynast dáðlaus og ávaxtalaus.
Explore Síðara Pétursbréf 1:8
4
Síðara Pétursbréf 1:10
Kostið þess vegna fremur kapps um, systkin, að gera köllun ykkar og útvalning vissa. Ef þið gerið það munuð þið aldrei hrasa.
Explore Síðara Pétursbréf 1:10
Home
Bible
Plans
Videos