Af hverju páskar?Sýnishorn

Why Easter?

DAY 2 OF 5

Af hverju kom hann og af hverju dó hann?

Jesús er eini maðurinn sem hefur nokkurn tíma valið að fæðast og hann er einn af fáum sem hafa valið að deyja. Hann sagði að eina ástæðan fyrir komu hans væri að deyja fyrir okkur. Hann kom „til að gefa líf sitt sem lausnargjald fyrir marga“ (Markús 10:45).

Jesús sagðist hafa dáið „fyrir“ okkur. Orðið „fyrir“ þýðir „í staðinn fyrir.“ Hann gerði það vegna þess að hann elskaði okkur og vildi ekki að við þyrftum að borga sektina fyrir allt það sem við höfðum gert rangt. Á krossinum var hann í raun að segja: „Ég mun taka alla þessa hluti á mig.“ Hann gerði það fyrir þig og hann gerði það fyrir mig. Ef þú eða ég hefðum verið eina manneskjan í heiminum, þá hefði hann gert það fyrir okkur. Páll postuli skrifaði um „Son Guðs, sem elskaði mig og gaf sjálfan sig fyrir mig“ (Galatabréfið 2:20). Það var af ást til okkar sem hann gaf líf sitt sem lausnargjald.

Orðið „lausnargjald“ kemur frá þrælamarkaðnum. Góð manneskja gæti keypt þræl og sleppt honum — en fyrst þurfti að greiða lausnargjaldið. Jesús greiddi, með blóði sínu á krossinum, lausnargjaldið til að frelsa okkur.

Dag 1Dag 3

About this Plan

Why Easter?

Hvað er svona mikilvægt við páskana? Af hverju er svona mikill áhugi á manneskju sem fæddist fyrir 2000 árum? Af hverju eru svona margir spenntir fyrir Jesú? Af hverju þurfum við á honum að halda? Hvers vegna kom hann? Hvers vegna dó hann? Af hverju ætti einhver að hafa fyrir því að komast að því? Í þessari 5 daga áætlun deilir Nicky Gumbel sannfærandi svörum við þessum spurningum.

More

Við viljum þakka Alpha og Nicky Gumbel fyrir að veita þessa lestraráætlun. Frekari upplýsingar má finna á: https://alpha.org/