Ókeypis lestraráætlanir og hugleiðingar sem tengjast Psalm 51:10
![Skref til iðrunar](/_next/image?url=https%3A%2F%2F%2F%2Fimageproxy.youversionapi.com%2Fhttps%3A%2F%2Fs3.amazonaws.com%2Fyvplans%2F160%2F640x360.jpg&w=1920&q=75)
Skref til iðrunar
5 dagar
Iðrun er lykilatriði í því að meðtaka Krist sem frelsara sinn. Þegar við iðrumst þá mætir Guð okkur með fyrirgefningu sinni og fullkomnum kærleika. Í þessari 5 daga lestraráætlun verður farið daglega í gegnum tiltekin vers og stutta hugvekju sem er ætlað að hjálpa þér að skilja betur mikilvægi iðrunar í daglegri göngu okkar með Kristi. Til að fá aðgengi að meira efni um þetta málefni, skoðaðu www.finds.life.church
![Að upplifa endurnýjun Guðs](/_next/image?url=https%3A%2F%2F%2F%2Fimageproxy.youversionapi.com%2Fhttps%3A%2F%2Fs3.amazonaws.com%2Fyvplans%2F161%2F640x360.jpg&w=1920&q=75)
Að upplifa endurnýjun Guðs
5 dagar
Það að vera ný sköpun í Kristi þýðir að við erum í stöðugri endurnýjun í honum. Guð endurnýjar hjarta okkar, huga og líkama. Hann endurnýjar einnig tilgang okkar. Í þessari 5 daga lestraráætlun þá munt þú kafa dýpra í það sem orð Guðs segir um endurnýjun. Á hverjum degi verður þér úthlutað ákveðnum Biblíuversum til þess að lesa, og gefin stutt hugleiðing til að hjálpa þér að íhuga ólíkar leiðir til að upplifa endurnýjun Guðs í þínu lífi. Ef þú vilt fá meira að lesa um þetta málefni farðu á finds.life.church
![Byrjaðu upp á nýtt](/_next/image?url=https%3A%2F%2F%2F%2Fimageproxy.youversionapi.com%2Fhttps%3A%2F%2Fs3.amazonaws.com%2Fyvplans%2F2049%2F640x360.jpg&w=1920&q=75)
Byrjaðu upp á nýtt
7 dagar
Nýtt ár og nýr dagur. Guð skapaði þessar breytingar til þess að minna okkur á að hann er Guð nýs upphafs. Fyrst Guð gat skapað heiminn þá getur hann svo sannarlega losað þig undan þínum áhyggjum og erfiðleikum. Skapað fyrir þig nýtt upphaf. Finnst þér ekki frábært að geta byrjað uppá nýtt? Endilega njóttu þess nú að lesa þessa áætlun!