Sálmarnir 1
1
Fyrsta bók
1Sæll er sá maður,
er eigi fer að ráðum óguðlegra,
eigi gengur á vegi syndaranna
og eigi situr í hópi þeirra, er hafa Guð að háði,
2heldur hefir yndi af lögmáli Drottins
og hugleiðir lögmál hans dag og nótt.
3Hann er sem tré, gróðursett hjá rennandi lækjum,
er ber ávöxt sinn á réttum tíma,
og blöð þess visna ekki.
Allt er hann gjörir lánast honum.
4Svo fer eigi hinum óguðlega,
heldur sem sáðum, er vindur feykir.
5Þess vegna munu hinir óguðlegu eigi standast í dóminum
og syndugir eigi í söfnuði réttlátra.
6Því að Drottinn þekkir veg réttlátra,
en vegur óguðlegra endar í vegleysu.
Currently Selected:
Sálmarnir 1: BIBLIAN81
Highlight
Share
Copy

Want to have your highlights saved across all your devices? Sign up or sign in
Icelandic Bible © Icelandic Bible Society, 1981.