Sakaría 12
12
Spádómur um Jerúsalem
1Spádómur. Orð Drottins um Ísrael. Svo segir Drottinn sem þandi út himininn, grundvallaði jörðina og myndaði andann í brjósti mannsins:
2Ég geri Jerúsalem að vímuskál handa öllum þjóðunum sem umhverfis búa. Jafnvel Júda mun umsetin eins og Jerúsalem. 3Á þeim degi geri ég Jerúsalem að aflraunasteini allra þjóða. Allir sem við hann reyna munu hrufla sig til blóðs og allar þjóðir heims munu safnast gegn borginni. 4Á þeim degi, segir Drottinn, mun ég fæla alla hesta og firra þá vitinu sem ríða þeim. Ég hef vakandi auga með ætt Júda og slæ alla hesta þjóðanna blindu. 5Þá munu ættarhöfðingjar Júda segja með sjálfum sér: „Styrk eiga Jerúsalembúar í Drottni allsherjar, Guði sínum.“
6Á þeim degi mun ég setja ættarhöfðingja Júda eins og glóðarker meðal spreka og logandi blys í bundið korn og þeir munu eyða jafnt til hægri og vinstri öllum grannþjóðum sínum en Jerúsalem verður kyrr á sínum stað eins og áður.
7Drottinn mun fyrst veita tjöldum Júda sigur svo að sæmd Davíðs ættar og sæmd Jerúsalembúa verði ekki meiri en Júda. 8Á þeim degi mun Drottinn halda hlífiskildi yfir Jerúsalembúum og á þeim degi mun hinn reikuli verða sem Davíð og hús Davíðs eins og Guð, eins og engill Drottins fyrir þeim. 9Á þeim degi mun ég næstum gereyða öllum þjóðum sem ráðist hafa gegn Jerúsalem.
10En Davíðs ætt og Jerúsalembúa læt ég fyllast anda samúðar og tilbeiðslu og þeir munu líta til mín vegna hans sem þeir lögðu í gegn og harma hann jafnsárlega og menn harma lát einkasonar og syrgja hann jafnbeisklega og menn syrgja frumgetinn son. 11Á þeim degi verður jafnmikið harmakvein í Jerúsalem og var við Hadad-Rimmon í Megiddódal.
12Landið mun barma sér, hver kynkvísl fyrir sig: Kynkvísl Davíðs ættar fyrir sig og konur hennar fyrir sig, kynkvísl Natans ættar fyrir sig og konur hennar fyrir sig, 13kynkvísl Leví ættar fyrir sig og konur hennar fyrir sig, kynkvísl Símeí ættar fyrir sig og konur hennar fyrir sig, 14allar kynkvíslirnar sem eftir verða, hver kynkvísl fyrir sig og konur hennar fyrir sig.
Currently Selected:
Sakaría 12: BIBLIAN07
Highlight
Share
Copy
Want to have your highlights saved across all your devices? Sign up or sign in
Icelandic DC Bible © Icelandic Bible Society, 2007