Sálmarnir 57
57
1Til söngstjórans. Lag: Spill eigi. Miktam eftir Davíð þá er hann flýði inn í hellinn undan Sál.
2Ver mér náðugur, Guð, ver mér náðugur
því að hjá þér leita ég hælis,
í skugga vængja þinna leita ég hælis
þar til voðinn er liðinn hjá.
3Ég hrópa til Guðs, Hins hæsta,
til Guðs sem reynist mér vel.
4Hann sendir hjálp frá himnum
þegar sá er ofsækir mig hæðir mig. (Sela)
Guð mun senda náð sína og trúfesti.
5Ég ligg innan um ljón sem hungrar í menn,
tennur þeirra eru spjót og örvar,
tungur þeirra bitur sverð.
6Sýn þig himnum hærri, Guð.
Dýrð þín breiðist yfir gjörvalla jörðina.
7Þeir lögðu net fyrir fætur mér
og beygðu sál mína,
þeir grófu mér gryfju
en féllu sjálfir í hana. (Sela)
8Hjarta mitt er stöðugt, Guð, hjarta mitt er stöðugt.
Ég vil syngja og leika.
9Vakna þú, sál mín,
vakna þú, harpa og gígja,
ég vil vekja morgunroðann.
10Ég vil lofa þig meðal lýðanna, Drottinn,
vegsama þig meðal þjóðanna
11því að miskunn þín nær til himna
og trúfesti þín til skýjanna.
12Sýn þig himnum hærri, Guð.
Dýrð þín breiðist yfir gjörvalla jörðina.
Currently Selected:
Sálmarnir 57: BIBLIAN07
Highlight
Share
Copy
Want to have your highlights saved across all your devices? Sign up or sign in
Icelandic DC Bible © Icelandic Bible Society, 2007