Sálmarnir 129
129
1Helgigönguljóð.
Menn sóttu mjög að mér allt frá æsku minni,
− skal Ísrael segja −
2menn sóttu mjög að mér allt frá æsku minni
en yfirbuguðu mig eigi.
3Þeir plægðu um hrygg mér,
gerðu plógförin löng.
4En Drottinn er réttlátur,
hann hefur höggvið fjötra óguðlegra.
5Allir sem hata Síon
skulu hörfa sneyptir.
6Þeir skulu verða sem gras á þekju
sem skrælnar áður en það sprettur.
7Sláttumaðurinn skal ekki fylla hönd sína
né heldur sá fang sitt sem bindur.
8Og enginn sem fram hjá fer mun segja:
„Blessun Drottins sé með yður.“
Vér blessum yður í nafni Drottins.
Currently Selected:
Sálmarnir 129: BIBLIAN07
Highlight
Share
Copy
Want to have your highlights saved across all your devices? Sign up or sign in
Icelandic DC Bible © Icelandic Bible Society, 2007