YouVersion Logo
Search Icon

Sálmarnir 126

126
1Helgigönguljóð.
Þegar Drottinn sneri við hag Síonar#126.1 Annar lesháttur: Þegar Drottinn leiddi útlagana heim til Síonar.
var sem oss dreymdi.
2Þá fylltist munnur vor hlátri
og tungur vorar fögnuði.
Þá sögðu menn meðal þjóðanna:
„Mikla hluti hefur Drottinn gert við þá.“
3Drottinn hefur gert mikla hluti við oss,
vér vorum glaðir.
4Snú við hag vorum, Drottinn,
eins og þú fyllir þurra farvegi í Suðurlandi.
5Þeir sem sá með tárum
munu uppskera með gleðisöng.
6Grátandi fara menn
og bera sáðkorn til sáningar,
með gleðisöng koma þeir aftur
og bera kornbindin heim.

Currently Selected:

Sálmarnir 126: BIBLIAN07

Highlight

Share

Copy

None

Want to have your highlights saved across all your devices? Sign up or sign in

Video for Sálmarnir 126