Sálmarnir 124
124
1Helgigönguljóð. Eftir Davíð.
Ef Drottinn hefði ekki verið með oss,
− skal Ísrael segja −
2hefði Drottinn ekki verið með oss
þegar menn risu í móti oss
3hefðu þeir gleypt oss lifandi
þegar heift þeirra bálaðist gegn oss.
4Þá hefðu vötnin streymt yfir oss,
elfur flætt yfir oss,
5þá hefði beljandi vatnsflaumur
gengið yfir oss.
6Lofaður sé Drottinn
er ofurseldi oss ekki
tönnum þeirra að bráð.
7Lífi voru var bjargað
eins og fugli úr snöru fuglarans.
Snaran brast og vér björguðumst.
8Hjálp vor er í nafni Drottins,
skapara himins og jarðar.
Currently Selected:
Sálmarnir 124: BIBLIAN07
Highlight
Share
Copy
Want to have your highlights saved across all your devices? Sign up or sign in
Icelandic DC Bible © Icelandic Bible Society, 2007