1
Rómverjabréfið 6:23
Biblían (2007)
Því að laun syndarinnar er dauði en náðargjöf Guðs er eilíft líf í Kristi Jesú, Drottni vorum.
Compare
Explore Rómverjabréfið 6:23
2
Rómverjabréfið 6:14
Synd skal ekki ríkja yfir ykkur þar eð þið eruð ekki undir lögmálinu heldur undir náðinni.
Explore Rómverjabréfið 6:14
3
Rómverjabréfið 6:4
Við erum því dáin og greftruð með honum í skírninni. Og eins og faðirinn vakti Krist frá dauðum með dýrðarmætti sínum, eins eigum við að lifa nýju lífi.
Explore Rómverjabréfið 6:4
4
Rómverjabréfið 6:13
Ljáið ekki heldur syndinni limi ykkar sem ranglætisvopn. Nei, ljáið heldur Guði sjálf ykkur lifnuð frá dauðum og limi ykkar sem réttlætisvopn.
Explore Rómverjabréfið 6:13
5
Rómverjabréfið 6:6
Við vitum að okkar gamli maður dó með honum á krossi til þess að líkami syndarinnar yrði að engu og við værum aldrei framar þrælar syndarinnar.
Explore Rómverjabréfið 6:6
6
Rómverjabréfið 6:11
Þannig skuluð og þið álíta sjálf ykkur vera dáin frá syndinni en lifandi Guði í Kristi Jesú.
Explore Rómverjabréfið 6:11
7
Rómverjabréfið 6:1-2
Hvað merkir nú þetta? Eigum við að vera áfram í syndinni til þess að náðin verði því meiri? Fjarri fer því! Við sem dóum syndinni, hvernig ættum við að lifa áfram í henni?
Explore Rómverjabréfið 6:1-2
8
Rómverjabréfið 6:16
Vitið þið ekki að ef þið gerist ánauðug þý einhvers eruð þið nauðbeygð að hlýða honum? Annaðhvort hlýðið þið syndinni sem leiðir til dauða eða Guði sem leiðir til lífs í réttlæti.
Explore Rómverjabréfið 6:16
9
Rómverjabréfið 6:17-18
En þökk sé Guði. Þið, sem voruð þrælar syndarinnar, urðuð af hjarta hlýðin þeirri kenningu sem ykkur var gefin. Nú eruð þið leyst frá syndinni og bundin réttlætinu
Explore Rómverjabréfið 6:17-18
Home
Bible
Plans
Videos