1
Filippíbréfið 4:6
Biblían (2007)
BIBLIAN07
Verið ekki hugsjúk um neitt heldur gerið í öllum hlutum óskir ykkar kunnar Guði með bæn og beiðni og þakkargjörð.
Compare
Explore Filippíbréfið 4:6
2
Filippíbréfið 4:7
Og friður Guðs, sem er æðri öllum skilningi, mun varðveita hjörtu ykkar og hugsanir ykkar í Kristi Jesú.
Explore Filippíbréfið 4:7
3
Filippíbréfið 4:8
Að endingu, systkin, allt sem er satt, allt sem er göfugt, rétt og hreint, allt sem er elskuvert og gott afspurnar, hvað sem er dygð og hvað sem er lofsvert, hugfestið það.
Explore Filippíbréfið 4:8
4
Filippíbréfið 4:13
Allt megna ég fyrir hjálp hans sem mig styrkan gerir.
Explore Filippíbréfið 4:13
5
Filippíbréfið 4:4
Verið ávallt glöð í Drottni. Ég segi aftur: Verið glöð.
Explore Filippíbréfið 4:4
6
Filippíbréfið 4:19
En Guð minn mun uppfylla allar ykkar þarfir og láta Krist Jesú veita ykkur af dýrlegum auðæfum sínum.
Explore Filippíbréfið 4:19
7
Filippíbréfið 4:9
Þið skuluð gera þetta, sem þið hafið bæði lært og numið, heyrt og séð til mín. Og Guð friðarins mun vera með ykkur.
Explore Filippíbréfið 4:9
8
Filippíbréfið 4:5
Ljúflyndi ykkar verði kunnugt öllum mönnum. Drottinn er í nánd.
Explore Filippíbréfið 4:5
9
Filippíbréfið 4:12
Ég kann að búa við lítinn kost, ég kann einnig að hafa allsnægtir. Ég er fullreyndur orðinn í öllum hlutum, að vera mettur og hungraður, að hafa allsnægtir og líða skort.
Explore Filippíbréfið 4:12
10
Filippíbréfið 4:11
Ekki segi ég þetta vegna þess að ég hafi liðið skort því að ég hef lært að láta mér nægja það sem ég hef.
Explore Filippíbréfið 4:11
Home
Bible
Plans
Videos