Sonur heiðrar föður sinn og þjónn húsbónda sinn. Ef ég er faðir, hvar er þá virðingin sem mér ber? Ef ég er húsbóndi, hvar er þá lotningin sem mér ber? Svo segir Drottinn hersveitanna við ykkur, prestar, sem vanvirðið nafn mitt. En þið spyrjið: „Með hverju vanvirðum við nafn þitt?“