Því að svo segir hinn hái og upphafni
sem ríkir ævinlega og ber nafnið Heilagur:
Ég bý á háum og helgum stað
en einnig hjá iðrunarfullum og þjökuðum í anda
til að glæða þrótt hinna lítillátu
og styrkja hjarta þjakaðra.
Ég þreyti ekki deilur eilíflega
og reiðist ekki ævinlega,
annars mundi kjarkur þeirra bila frammi fyrir mér
og lífsandinn sem ég skapaði.