Og útlendinga, sem gengnir eru Drottni á hönd
til að þjóna honum og elska nafn hans,
til að verða þjónar hans,
alla þá sem halda hvíldardaginn og vanhelga hann ekki
og halda sér fast við sáttmála minn,
mun ég leiða til míns heilaga fjalls
og gleðja þá í bænahúsi mínu.
Brennifórnir þeirra og sláturfórnir
munu þóknast mér á altari mínu
því að hús mitt skal nefnast
bænahús fyrir allar þjóðir.