Sá sem lifir í réttvísi og talar sannleika,
sá sem hafnar gróða sem fékkst með ofríki,
sem bandar hendi gegn mútum í stað þess að þiggja þær,
sem heldur fyrir eyrun til að heyra ekki ráðagerð um morð
og lokar augunum til að sjá ekkert illt,
hann mun búa á hæðum.
Hamraborgir verða vígi hans.
Honum verður séð fyrir brauði
og hann mun aldrei skorta vatn.