1
Fyrsta Mósebók 37:5
Biblían (2007)
Eitt sinn dreymdi Jósef draum. Þegar hann sagði bræðrum sínum drauminn hötuðu þeir hann enn meir.
Compare
Explore Fyrsta Mósebók 37:5
2
Fyrsta Mósebók 37:3
Ísrael unni Jósef mest allra sona sinna því að hann hafði átt hann í elli sinni. Og hann lét gera honum dragsíðan kyrtil.
Explore Fyrsta Mósebók 37:3
3
Fyrsta Mósebók 37:4
Þegar bræðrum hans varð ljóst að faðir þeirra elskaði hann meir en þá lögðu þeir hatur á hann og gátu ekki talað vinsamlega við hann.
Explore Fyrsta Mósebók 37:4
4
Fyrsta Mósebók 37:9
Síðan dreymdi hann annan draum og sagði hann bræðrum sínum: „Mig dreymdi annan draum. Mér þótti sólin, tunglið og ellefu stjörnur lúta mér.“
Explore Fyrsta Mósebók 37:9
5
Fyrsta Mósebók 37:11
Og bræður hans öfunduðu hann en faðir hans festi þetta í huga sér.
Explore Fyrsta Mósebók 37:11
6
Fyrsta Mósebók 37:6-7
„Heyrið nú hvað mig dreymdi,“ sagði hann. „Við vorum úti á akri að binda kornknippi og mitt kornknippi reisti sig og stóð upprétt en ykkar kornknippi röðuðu sér umhverfis og lutu mínu.“
Explore Fyrsta Mósebók 37:6-7
7
Fyrsta Mósebók 37:20
Komum og drepum hann. Síðan köstum við honum ofan í gryfju og segjum að villidýr hafi étið hann. Þá sjáum við hvað verður úr draumum hans.“
Explore Fyrsta Mósebók 37:20
8
Fyrsta Mósebók 37:28
En kaupmenn frá Midíanslandi áttu leið þar fram hjá. Þeir tóku Jósef og drógu hann upp úr gryfjunni og seldu hann Ísmaelítunum fyrir tuttugu sikla silfurs en þeir fóru með Jósef til Egyptalands.
Explore Fyrsta Mósebók 37:28
9
Fyrsta Mósebók 37:19
Þeir sögðu hver við annan: „Sjáið, þarna kemur draumamaðurinn.
Explore Fyrsta Mósebók 37:19
10
Fyrsta Mósebók 37:18
Er þeir sáu hann álengdar og áður en hann var kominn til þeirra lögðu þeir á ráðin um að drepa hann.
Explore Fyrsta Mósebók 37:18
11
Fyrsta Mósebók 37:22
Til þess að geta bjargað honum úr greipum þeirra og fært föður sínum hann aftur sagði Rúben: „Úthellið ekki blóði. Kastið honum í þessa gryfju sem er hér í eyðimörkinni en leggið ekki hendur á hann.“
Explore Fyrsta Mósebók 37:22
Home
Bible
Plans
Videos