1
Prédikarinn 12:13
Biblían (2007)
Við skulum hlýða á niðurstöðu þessa alls: Óttastu Guð og haltu boðorð hans því að það á hver maður að gera.
Compare
Explore Prédikarinn 12:13
2
Prédikarinn 12:14
Guð mun leiða sérhvert verk fyrir dóm sem haldinn verður yfir öllu því sem hulið er, hvort sem það er gott eða illt.
Explore Prédikarinn 12:14
3
Prédikarinn 12:1-2
Mundu eftir skapara þínum á unglingsárum þínum, áður en vondu dagarnir koma og þau árin nálgast er þú segir um: „Mér líka þau ekki,“ áður en sólin myrkvast og ljósið og tunglið og stjörnurnar, áður en skýin koma aftur eftir regnið
Explore Prédikarinn 12:1-2
4
Prédikarinn 12:6-7
áður en silfurþráðurinn slitnar og gullskálin brotnar og skjólan mölvast við lindina og hjólið brotnar við brunninn og moldin hverfur aftur til jarðarinnar, þar sem hún áður var, og andinn til Guðs sem gaf hann.
Explore Prédikarinn 12:6-7
5
Prédikarinn 12:8
Aumasti hégómi, segir prédikarinn, allt er hégómi.
Explore Prédikarinn 12:8
Home
Bible
Plans
Videos