1
Síðara Korintubréf 5:17
Biblían (2007)
Ef einhver er í Kristi er hann orðinn nýr maður, hið liðna varð að engu, nýtt er orðið til.
Compare
Explore Síðara Korintubréf 5:17
2
Síðara Korintubréf 5:21
Guð dæmdi Krist, sem þekkti ekki synd, sekan í okkar stað til þess að hann gerði okkur réttlát í Guðs augum.
Explore Síðara Korintubréf 5:21
3
Síðara Korintubréf 5:7
því að við lifum í trú án þess að sjá.
Explore Síðara Korintubréf 5:7
4
Síðara Korintubréf 5:18-19
Allt er frá Guði sem sætti mig við sig fyrir Krist og gaf mér þjónustu sáttargerðarinnar. Því að það var Guð sem í Kristi sætti heiminn við sig er hann tilreiknaði mönnum ekki afbrot þeirra og fól mér að boða orð sáttargjörðarinnar.
Explore Síðara Korintubréf 5:18-19
5
Síðara Korintubréf 5:20
Ég er því erindreki Krists sem Guð notar til að hvetja ykkur. Ég bið í orðastað Krists: Látið sættast við Guð.
Explore Síðara Korintubréf 5:20
6
Síðara Korintubréf 5:15-16
Og hann er dáinn fyrir alla til þess að þeir sem lifa lifi ekki framar sjálfum sér heldur honum sem fyrir þá er dáinn og upprisinn. Þannig met ég héðan í frá engan að mannlegum hætti. Þótt ég og hafi þekkt Krist sem mann þekki ég hann nú ekki framar þannig.
Explore Síðara Korintubréf 5:15-16
7
Síðara Korintubréf 5:14
Kærleiki Krists knýr mig því að ég hef ályktað svo: Ef einn er dáinn fyrir alla þá eru allir dánir.
Explore Síðara Korintubréf 5:14
Home
Bible
Plans
Videos