Jesus Film Project borði

Jesus Film Project

"""JESÚS"" er leikin heimildarmynd um líf Jesú Krists. Kvikmyndin hefur verið þýdd á yfir 1400 tungumál síðan hún var gefin út árið 1979. Hún er sú mynd sem hefur verið mest þýdd og oftast horft á í sögunni. Forstöðumaðurinn Rick Warren, höfundur bókarinnar ""Tilgangsríkt líf"" segir: ""Kvikmyndin 'JESÚS' er áhrifamesta tæki til boðunar á fagnaðarerindinu sem fundið hefur verið upp."" Yfir 450 trúarleiðtogar og fræðimenn lögðu mat á handritið til að tryggja sagnfræðilega og biblíulega nákvæmni. Handritið er vandlega byggt á Lúkasarguðspjalli, svo að nánast sérhvert orð sem Jesús segir er beint úr Biblíunni. Sú mikla fyrirhöfn sem lögð var í að sýna menningu gyðinga og Rómverja frá því fyrir 2000 árum síðan innifól m. a.: handofinn fatnað einungis í þeim 35 litum sem voru notaðir á þessum tíma, leirmuni útbúna með fyrstu aldar aðferðum, og svo voru nútíma símastaurar og rafmagnslínur fjarlægðar úr landslaginu. Kvikmyndin JESÚS var tekin upp í heild sinni á 202 staðsetningum í Ísrael árið 1979, með leikarahóp sem innihélt meira en 5000 Ísraela og Araba. Alltaf þegar tækifæri gafst voru senurnar myndaðar á þeim stöðum sem atburðirnir áttu sér stað á fyrir um 2000 árum síðan."