1
Markúsarguðspjall 16:15
Biblían (2007)
Jesús sagði við þá: „Farið út um allan heim og prédikið fagnaðarerindið öllu mannkyni.
Bera saman
Explore Markúsarguðspjall 16:15
2
Markúsarguðspjall 16:17-18
En þessi tákn munu fylgja þeim er trúa: Í mínu nafni munu þeir reka út illa anda, tala nýjum tungum, taka upp höggorma og þó að þeir drekki eitthvað banvænt mun þeim ekki verða meint af. Yfir sjúka munu þeir leggja hendur og þeir verða heilir.“
Explore Markúsarguðspjall 16:17-18
3
Markúsarguðspjall 16:16
Sá sem trúir og skírist mun hólpinn verða en sá sem trúir ekki mun dæmdur verða.
Explore Markúsarguðspjall 16:16
4
Markúsarguðspjall 16:20
Þeir fóru og prédikuðu hvarvetna og Drottinn var í verki með þeim og staðfesti boðun þeirra með táknum sem henni fylgdu.]
Explore Markúsarguðspjall 16:20
5
Markúsarguðspjall 16:6
En hann sagði við þær: „Skelfist eigi. Þér leitið að Jesú frá Nasaret, hinum krossfesta. Hann er upp risinn, hann er ekki hér. Sjáið þarna staðinn þar sem þeir lögðu hann.
Explore Markúsarguðspjall 16:6
6
Markúsarguðspjall 16:4-5
En þegar þær líta upp sjá þær að steininum hafði verið velt frá en hann var mjög stór. Þær stíga inn í gröfina og sjá ungan mann sitja hægra megin, klæddan hvítri skikkju, og þær skelfdust.
Explore Markúsarguðspjall 16:4-5
Heim
Biblía
Áætlanir
Myndbönd