Fyrsta Mósebók 39:7-9
Fyrsta Mósebók 39:7-9 BIBLIAN07
Þar kom að kona húsbónda hans renndi hýru auga til hans og sagði: „Leggstu með mér!“ Jósef færðist undan og sagði við hana: „Húsbóndi minn lætur sig ekki varða um neitt í húsinu undir minni stjórn og hefur trúað mér fyrir öllum eigum sínum. Hann hefur ekki meira vald í þessu húsi en ég og hann neitar mér ekki um neitt nema þig vegna þess að þú ert kona hans. Hvers vegna skyldi ég þá aðhafast svo illt og syndga á móti Guði?“