Síðara Þessaloníkubréf 2:9-10
Síðara Þessaloníkubréf 2:9-10 BIBLIAN07
Þegar lögleysinginn kemur fram er Satan að verki með alls kyns furðuverkum, lygatáknum, undrum og alls konar ranglætisvélum sem blekkja þau sem eru á glötunarleið. Þau glatast af því að þau vildu ekki þiggja kærleikann til sannleikans svo að þau mættu verða hólpin.