Eins og var á dögum Nóa, svo mun verða við komu Mannssonarins. Dagana fyrir flóðið átu menn og drukku, kvæntust og giftust allt til þess dags er Nói gekk í örkina. Og þeir vissu ekki fyrr en flóðið kom og hreif þá alla burt. Eins verður við komu Mannssonarins.