1
Jesaja 9:6
Biblían (2007)
Mikill skal höfðingjadómurinn verða og friðurinn engan enda taka á hásæti Davíðs og í ríki hans. Hann mun reisa það og efla með réttvísi og réttlæti, héðan í frá og að eilífu. Vandlæting Drottins allsherjar mun þessu til vegar koma.
Compare
Explore Jesaja 9:6
2
Jesaja 9:2
Þú eykur stórum fögnuðinn, gerir gleðina mikla. Menn gleðjast fyrir augliti þínu eins og þegar uppskeru er fagnað, eins og menn fagna þegar herfangi er skipt.
Explore Jesaja 9:2
3
Jesaja 9:7
Drottinn sendi orð gegn Jakobi, því laust niður í Ísrael
Explore Jesaja 9:7
4
Jesaja 9:5
Því að barn er oss fætt, sonur er oss gefinn. Á hans herðum skal höfðingjadómurinn hvíla, hann skal nefndur: Undraráðgjafi, Guðhetja, Eilífðarfaðir, Friðarhöfðingi.
Explore Jesaja 9:5
5
Jesaja 9:1
Sú þjóð, sem í myrkri gengur, sér mikið ljós. Yfir þá sem búa í landi náttmyrkranna skín ljós.
Explore Jesaja 9:1
6
Jesaja 9:3
Því að ok þeirra, klafann á herðum þeirra, barefli þess sem kúgar þá hefur þú brotið í sundur eins og á degi Midíans.
Explore Jesaja 9:3
7
Jesaja 9:4
Öll harkmikil hermannastígvél og allar blóðstokknar skikkjur skulu brenndar og verða eldsmatur.
Explore Jesaja 9:4
Home
Bible
Plans
Videos