Hver mældi vötnin í lófa sínum
og afmarkaði himininn með spönn sinni?
Hver mældi duft jarðar í mælikeri,
vó fjöllin á reislu
og hæðirnar á vogarskálum?
Hver getur stýrt anda Drottins,
hver ráðlagt honum og kennt?
Hvern spurði hann ráða sér til skilningsauka,
hver fræddi hann um leið réttvísinnar,
veitti honum þekkingu,
vísaði honum veginn til skilnings?