1
Fyrsta Mósebók 32:28
Biblían (2007)
Þá mælti hann: „Ekki skaltu lengur heita Jakob heldur Ísrael því að þú hefur glímt við Guð og menn og unnið sigur.“
Compare
Explore Fyrsta Mósebók 32:28
2
Fyrsta Mósebók 32:26
„Slepptu mér,“ sagði maðurinn, „því að dagur rennur.“ „Ég sleppi þér ekki nema þú blessir mig,“ svaraði Jakob.
Explore Fyrsta Mósebók 32:26
3
Fyrsta Mósebók 32:24
Jakob varð síðan einn eftir og maður nokkur glímdi við hann uns dagur rann.
Explore Fyrsta Mósebók 32:24
4
Fyrsta Mósebók 32:30
Jakob nefndi staðinn Peníel, „því að ég hef,“ sagði hann, „séð Guð augliti til auglitis og þó haldið lífi.“
Explore Fyrsta Mósebók 32:30
5
Fyrsta Mósebók 32:25
Þegar honum varð ljóst að hann gæti ekki sigrað Jakob sló hann á mjöðm hans svo að hann gekk úr augnakörlunum er þeir glímdu.
Explore Fyrsta Mósebók 32:25
6
Fyrsta Mósebók 32:27
„Hvað heitir þú?“ spurði maðurinn. „Jakob,“ svaraði hann.
Explore Fyrsta Mósebók 32:27
7
Fyrsta Mósebók 32:29
Jakob sagði við hann: „Segðu mér nafn þitt.“ Hann svaraði: „Hvers vegna spyrðu mig nafns?“ Og hann blessaði hann þar.
Explore Fyrsta Mósebók 32:29
8
Fyrsta Mósebók 32:10
Ég er ekki verður allra þeirra velgjörða og allrar þeirrar trúfesti sem þú hefur auðsýnt þjóni þínum. Ég hafði aðeins staf minn meðferðis þegar ég fór yfir Jórdan en nú ræð ég yfir tveimur flokkum.
Explore Fyrsta Mósebók 32:10
9
Fyrsta Mósebók 32:32
Þess vegna eta Ísraelsmenn allt til þessa dags ekki sinina sem er ofan á augnakarlinum því að hann hitti mjöðm Jakobs þar sem sinin er undir.
Explore Fyrsta Mósebók 32:32
10
Fyrsta Mósebók 32:9
Jakob baðst fyrir: „Guð Abrahams, föður míns, og Guð Ísaks, föður míns, Drottinn, þú sem sagðir við mig: Snúðu aftur til lands þíns og til ættfólks þíns og ég mun láta þér farnast vel.
Explore Fyrsta Mósebók 32:9
11
Fyrsta Mósebók 32:11
Bjargaðu mér nú undan Esaú, bróður mínum, því að ég óttast að hann komi og deyði okkur, konur okkar og börn.
Explore Fyrsta Mósebók 32:11
Home
Bible
Plans
Videos