Orð Amosar, eins af fjárhirðunum í Tekóa, sem honum vitraðist um Ísrael á dögum Ússía Júdakonungs og á dögum Jeróbóams Jóassonar, Ísraelskonungs, tveimur árum fyrir jarðskjálftann. Hann sagði:
Drottinn þrumar frá Síon,
lætur rödd sína gjalla frá Jerúsalem
svo að hagar hjarðmannanna visna
og Karmeltindur skrælnar.